Í dag bættist einn nýr svartbelti í hóp Íslenskar judomanna en Theódór Kristjánsson úr Ármanni tók gráðuna 1. dan og síðar sama dag tóku eftirtaldir aðilar gráðuna 2. dan. Frá Judodeild Ármanns voru það þeir Daníel Reynisson, Guðmundur Þór Sævarsson, Gísli Jón Magnússon og Björn Sigurðarson. Frá JR var það Logi Haraldsson og Egill Blöndal frá Selfossi. Allir próftakarnir stóðust prófin með ágætum og var frammistaða þeirra í alla staði til sóma. Til gamans má geta þess að það  var að meðaltali 12 ár frá því þeir tóku síðustu gráðu eða frá 2 til 22 ár. Lengst var síðan Gísli Jón Magnússon fór í gráðun en hann tók 1. dan 1995 og Daníel Reynisson stuttu síðar eða 1997 og löngu tímabært hjá þeim að klára þetta. Til hamingju allir saman með gráðurnar.