JSÍ verður með dan gráðupróf mánudaginn 11. desember kl. 20:15 og verður það haldið hjá Judofélagi Reykjavíkur að Ármúla 17.
Þeir sem hyggjast þreyta prófið þurfa að sækja um það fyrir 10. desember og senda umsóknina á jsi@jsi.is.
Næsta laugardag þ.e 9. des. verður tækniráð JSÍ með kata námskeið fyrir þá sem ætla sér að fara í dan gráðun og verður það haldið hjá Judofélagi Reykjavíkur frá kl. 11-13.
Hér má finna gráðureglur JSÍ, umsóknarform og aðrar upplýsingar um dan gráðanir eins og Nage no kata.