Ingunn Rut og Oddur Kjartansson

Ægir Már og Bjarni Darri

Ingunn Rut Sigurðardóttir úr JR og þeir félagar Bjarni Darri Sigfússon og Ægir Már Baldvinsson úr Judodeild Njarðvíkur tóku 1. dan í kvöld og stóðu þau sig öll af stakri prýði. Bjarni Darri og Ægir Már eru fyrstu iðkendurnir hjá UMFN sem taka svartabeltið og Ingunn er fimmta konan hjá JR sem það gerir. Oddur Kjartansson var uke hjá Ingunni og Ægir og Bjarni hjá hvor öðrum. Til hamingju öll með áfangann.