Íslandsmót í aldursflokkum U13/U15/U18/U21 (einstaklings og sveitakeppni) verður haldið hjá Júdódeild Ármanns í Laugardal, laugardaginn 14. apríl næstkomandi.

Vigtun á keppnisdegi og keppnisstað frá kl. 9:00-9:30 fyrir U13 og U15 en U18 og U21 geta líka vigtað sig þá.

Keppni 11-14 ára hefst svo kl. 10:0 og lýkur kl. 12:00

Vigtun fyrir U18 og U21 er frá kl. 11:00 til 11:30

Keppni hjá U18 hefst kl. 12:00 og lýkur um kl. 14:00 og þá hefst keppni U21 sem ætti að ljúka um kl 16:00.

Hér er keppendalistinn og sveitirnar sem keppa.