Skráði nýj­an kafla í júdóíþrótt­ina.

Daria Bilodid frá Úkraínu skrifaði nýj­an kafla í sögu júdóíþrótt­ar­inn­ar í gær með því að verða yngsti heims­meist­ari sög­unn­ar í júdó en heims­meist­ara­mótið hófst í Baku í Aser­baíd­sj­an í gær.

Bilodid er 17 ára og 346 daga göm­ul og hún tryggði sér heims­meist­ara­titil­inn í -48 kg flokki þegar hún hafði bet­ur á móti ríkj­andi meist­ara, Funa Tonaki frá Jap­an, á ippon. Sú úkraínska bætti met Ryo­ko Tani frá Jap­an sem var 18 ára og 27 ára göm­ul þegar hún varð heims­meist­ari fyr­ir 25 árum.

Bilodid hef­ur hæfi­leik­ana ekki langt að sækja en faðir henn­ar, Genna­diy, er tvö­fald­ur heims­meist­ari í 73 kg flokki. Bilodid setti fyrst mark sitt á íþrótt­ina á fyrra þegar hún 16 ára göm­ul varð næstyngsti Evr­ópu­meist­ar­inn.

Tveir Íslend­ing­ar eru á meðal kepp­enda á HM. Svein­björgn Iura og Eg­ill Blön­dal. Svein­björn verður í eld­lín­unni á sunnu­dag­inn og Eg­ill á mánu­dag­inn.