Jóhann, sem verið hefur formaður sl. 6 ár hefur stýrt miklum breytingum í starfi JSÍ í átt að fagmennsku og útbreiðslu íþróttarinnar,  segist stoltur af stuðningi sinna félaga sem hvetur hann áfram til góðra starfa fyrir hönd sambandsins.  Mikilvægt er að koma skilaboðum Sensei Kano til skila þar sem júdó er miklu meira en hefðbundin íþrótt.  Auk þess að vera ólympíuíþrótt er júdó með skýr gildi og markmið sem snúa að því að bæta iðkendur sem manneskjur og samfélagsþegna. Þetta á ekki síður við í dag en 1884 þegar Sensei Kanó kynnti íþróttina fyrir skólastjórum þar sem hann taldi að hann gæti bætt hegðun og framkomu nemenda með iðkun júdó íþróttarinnar. Jóhann vill við þessi tímamót þakka þeim félögum Bjarna Friðrikssyni og Jóni Hlíðari Guðjónssyni samstarfið undanfarna áratugi.  Þeirra starf hefur verið gríðarlega mikið og vanmetið.  Við munum vita hvað við höfðum þegar við höfum misst þá úr starfi segir Jóhann um samstarfið við Bjarna og Jón Hlíðar.

Á ársþingi JSÍ 25. maí var Jóhann Másson endurkjörinn formaður JSÍ með lófaklappi