Keppnislið Íslands á Opna finnska: efri röð frá vinstri; Gylfi Jónsson, Daníe Dagur Jónsson, Oddur Kjartansson, Skarphéðinn Hjaltason. Neðri röð frá vinstri; Ingunn Rut Sigurðardóttir, Hrafn Arnarsson, Ingólfur Rögnvaldsson. Á myndina vantar Loga Haraldsson, Kjartan Hreiðarsson.

Ingunn Sigurðardóttir og Kjartan Hreiðarsson unnu til silfurverðlauna á Opna Finnska í Turku á Laugardaginn. Það sem geirir þennan árangur enn athyglisverðari er sú staðreynd að bæði Ingunn og Kjartan höfðu lent í því að morgni keppnisdags að standast ekki vigt í skráðum flokki og neyddust því bæði að færa sig um um þyngdarflokk. Það kom þó ekki að sök þegar upp var staðið því þau unnu til silfurverðlauna í þeim flokkum, Ingunnn í -78 kg flokki og Kjartan í U18 -81 kg flokki.

Aðrir keppendur komust ekki á pall að þessu sinni en unnu þó nokkrar viðureignir. Hér má sjá öll úrslit mótsins.

Á sunnudeginum tóku keppendur þátt í alþjóðlegum æfingabúðum sem haldnar voru í tengslum við mótið.