Sveinbjörn Iura keppti á Oceania Open í Perth aðfaranótt mánudags og var skráður til leiks í 81 kg flokki. Mótið í ár var sterkara heldur en undanfarin ár, en líkleg örsök þess er sú að í ár gaf mótið fleiri stig til heimslista IJF heldur en áður. 81kg flokkurinn var sérstaklega sterkur að þessu sinni og var skipaður fjölmörgum verðlaunahöfum frá Grand Slam- og heimsmeistaramótum. Sveinbjörn drógst gegn Nicholas Delpopolo frá USA í fyrstu umferð. Sveinbjörn varð að játa sig sigraðan eftir að Delpopolo hafði tekist að skora Ippon með vel útfærðu sode tsurikomi goshi. Delpopolo féll svo úr leik í annari umferð. Hér má sjá nánari úrslit mótsins Næst mun Sveinbjörn halda til Japans þar sem hann mun vera við æfingar uns hann mun taka þátt í Osaka Grand Slam sem fer fram 22-24 nóvember.