F.h. Sveibbjörn, Ægir og Logi að lokinni æfingu í Mittersill

Sveinbjörn Iura, Ægir Valsson og Logi Haraldsson hafa verið undanfarna viku við æfingar í austurísku ölpunum. Æfingabúðinar fara fram í bænum Mittersill sem er um það bil einn kílómetra yfir sjávarmáli. Í æfingabúðum þessum sem eru haldnar árlega, safnast saman margir af bestu júdómönnum heims og eru þátttakendur í ár um það bil 1500 talsins frá 67 þjóðum. Margir af þátttakendum eru Júdmenn sem eru að berjast um sæti á Ólympíuleikunum í Tókíó og er Sveinbjörn Iura einn þeirra. Æfingabúðirnar eru því frábær undirbúningur fyrir þau mót sem eru framundan, en það eru um það bil 200 dagar í leikanna.