Judosamband Íslands gráðaði þá félaga Vilhelm H. Svansson og Craig D. Clapcott úr Judodeild Ármanns í gær og stóðust þeir prófið með glæsibrag. Craig fékk sitt fyrsta svarta belti þegar hann tók gráðuna 1. dan og Vilhelm eða Villi eins og hann er alltaf kallaður tók gráðuna 2. dan en hann tók 1. dan 2011 eða fyrir 10 árum. Til hamingju með áfangann.