Þá hafa þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson lokið keppni heimsmeistaramóti Juniora., sem haldið var í Olbia á Sarindíu. Ingóflur keppti í -66 kg flokki og mætti David Ickes frá Þýskalandi sem fyrir mótið var í 112. Sæti heimslista ijf en Kjartan sem keppti í -73 kg flokki mætti Dominic Rodriguez frá Bandríkjunum sem fyrir mótið var í 13. Sæti heimslista IJF. Báðir íslensku keppendurnir þurftu að sætta sig við ósigur og voru þar með úr leik, þar sem einungis þeim sem komust í 8 manna úrslit gafst tækifæri á uppreisnarglímu, en hófu þeir báðir keppni í 64 manna útslætti. Þó svo að úrslitin að þessu sinni voru ekki eins og best væri á kosið á þessu fyrsta stórmóti Ingólfs og Kjartans, þá hafa þeir nú fengið smjörþefin af keppni á efsta stigi og mæta án efa sterkari næst til leiks. Hér má sjá viðureignir þeirra (Ingóflur) (Kjartan) og öll úrslit mótsins.