Robert Eriksson fyrrum landsliðsþjálfari Svía og nú yfirmaður landsliðsmála (Elite Director) hjá Sænska judosambandinu var á landinum um helgina 19-20 mars á vegum Judosambands Íslands. Megin tilgangur heimsóknar Erikssons var vinnustofa sem æltuð var stjórnarmönnum judofélaga og þjálfurum um skipulag og uppbyggingu landsliðs/afreksstarfs, uppbyggingu afreks judomanns og uppbyggingu judoæfinga og var sá fyrirlestur haldinn laugardaginn 19. mars. Á föstudeginum 18. mars sá hann um sameiginlega æfingu sem haldin var í JR og var hún mjög vel sótt en tæplega þrjátíu manns frá nokkrum klúbbum mættu. Þetta var hörku æfing þar sem meðal annars var farið í baráttuna um handtökin, hvað þarf að varast og fleira og fleira. Þetta var virkilega góð æfing og gefandi og voru menn afar ánægðir með hana. Flott framtak hjá JSÍ. Hér eru nokkrar myndir frá heimsókn Erikssons.