Daganna 15. Til 18. september fór fram EM Juniora 2022 í Prag, Tékklandi. Ísland átti tvo fulltrúa að þessu sinni, þá Ingólf Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson.

Ingólfur keppti -66kg flokki og drógst gegn Bertil Lavrsen (Den) í fyrstu umferð. Ingólfur lenti wazaari undir þegar um það bil ein og half mínúta var liðin af glímutíma. Var mjög erfitt að sja um hvort um skor hafi verið um að ræða. Skömmu seinna skoraði  Lavrsen wazaari á ný og hafði þá þar með hlotið sigur og var Ingólfur þar með úr leik.

Kjartan keppti -73kg flokki, en hann sat hjá í fyrstu umferð. Í annarri umferð mætti hann Vusal Galandarzde (AZE). Kjartan byrjaði glímuna ágætlega og náði sýnum gripum. Samt sem áður náði Galandarzde að vera fyrri til og skoraði ippon með leiftursnöggu tani otoshi og var þar Kjartan þar með úr leik. Vusal Galandarzde hélt sigurgöngu sinni áfram og endaði uppi sem sigurvegari -73kg flokksins seinna um daginn.

Hér er síða mótsins þar sem nálgast má öll úrslit