Haustmót JSÍ 2022 fór fram 23. október í íþróttahúsi  UMFG í Grindavík. Keppendur voru 55 talsins frá sjö klúbbum en þeir voru: Judodeild Ármanns (JDÁ), Judofélag Garðabæjar (JG), Judofélag Reykjavíkur (JR), Judfélag Reykjanesbæjar (JRB), Judodeild KA, Selfoss og Judodeild Tindstóls. Meðal þátttakenda voru tveir ungir úkraínskir judomenn, þeir Anton Ponomarenko og Artem Ponomarenko, sem hafa þurft að flýja heimahaga sína vegna stríðsins sem þar geysar. Hafa þeir dvalið á Íslandi í nokkra mánuði og eru skráðir sem iðkenndur JG. Báðir eru þeir mjög frambærilegir judomenn en Anton sigraði -81kg flokk mótsins bæði í U21 og Karla. Einnig dró til tíðinda er Helen Bjarnadóttir sigraði bæði -70kg flokk U21 og kvenna en Helena er aðeins 14 ára gömul. Helen sem fékk ekki keppni í sínum aldursflokki neyddist til þess að keppa upp fyrir sig í aldurflokki. Það verður gaman að fylgjast með Helenu þegar fram í sækir. Margar skemmtilegar og jafnar viðureignir litu dagsins ljós og lofar því veturinn 2022-2023 góðu. Umgjörð mótsins var með besta móti, en keppt var í fyrsta skipti í nýjum sal íþróttahússins í Grindavík og fór vel um keppendur, áh0rfendur og starfsfólk. Vel var staðið að dómgæslu mótsins en hún var í höndum, Gunnars Jóhannessonar, Sævars Sigursteinssonar, Yoshihiko Iura, Breka Bernharðssonar og Craigs Clapcott.

Öll úrslit má sjá hér í hlekk að neðan.

Úrslit