Frétt tekin af síðu Judofélags Reykjavíkur.

Í vikunni lögðu af stað til Króatíu þeir Kjartan HreiðarssonHrafn Arnarsson og Karl Stefánsson ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara og munu þeir keppa um helgina á Zagreb Grand Prix seniora sem hófst í dag og stendur til 20. ágúst. Keppendur eru 530 frá áttatíu og þremur þjóðum og á meðal þeirra eru nokkrir allrasterkustu judomenn og konur heims eins og Biloid DariaLukas Krpalek og Sagi Muki svo einhverjir séu nefndir. Kjartan sem keppir í -73 kg flokki mætir John Waizenegger (SUI) og Hrafn sem keppir í -81 kg flokki mætir Arab Sibghatullah (IJF) Þeir keppa á morgun laugardaginn 19. ágúst og hefst keppnin kl. 7 á okkar tíma. Kjartan á glímu tvö á velli eitt og Hrafn á sjöttu glímu á velli þrjú. Karl keppir á sunnudaginn í +100 kg flokki og mætir hann Amadou Meite (FRA) og er það sextánda glíma á velli þrjú. Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTV.