Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Andorra dagana 26. til 31. maí. Níu Íslenskir þátttakendur í judo verða á meðal keppenda en það eru þau Kjartan Hreiðarsson (-100 kg) Aðalsteinn Karl Björnsson og Skarphéðinn Hjaltason (-90 kg), Böðvar Arnarsson og Mikael Ísaksson (-81 kg) Gylfi Jónsson (-73 kg) Helena Bjarnadóttir (-63 kg), Weronika Komendera (-57 kg) og Eyja Viborg (-52 kg) Með þeim í för er Gísli Egilson flokkstjóri og þjálfarar þeir Þormóður Árni Jónsson og Zaza Simonishvili. Góða ferð og gangi ykkur vel.

Þriðjudaginn 27. maí er einstaklingskeppnin og hefst hún samkvæmt núverandi áætlun (sem gæti breyst) kl. 8:30 að íslenskum tíma og úrslit kl. 14 og liðakeppnin verður svo 29. maí og hefst kl. 8:30 og úrslit kl. 11. Hér er hægt að horfa á keppnina og einnig á JudoTV. Á vef IJF er hægt að sjá dráttinn og fylgjast með framvindu keppninnar. Einstaklingskeppnin og liðakeppnina.

*Frétt tekin af vef Judofélags Reykjavíkur*