Hópur úr Júdófélagi Reykjavíkur fór saman til Georgíu að æfa í júlí. Zaza, Alli, Skarphéðinn, Mikael, Jónas og Raysan. Þeir mættu til æfinga í þremur félögum. Í Kareli, heimabæ Zaza, fóru þeir í Júdófélagið Khabareli. Þar var æft og farið í æfingabúðir sem Tato Grigalashvili hélt en hann er þrefaldur Heimsmeistari, þrefaldur Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum. Einnig æfðu þeir í Júdófélagi Gori sem er fremsta félagið í Georgíu hvað afrek varðar. Þar æfðu þeir með mörgum af þeim fremstu í landinu í íþróttinni. Þriðja félagið sem þeir æfðu í var í Agara, Júdófélagið Durmishkhani sem var í öðru sæti í liðakeppni Georgíu í ár.

Georgía eru með fremri löndum í heiminum í íþróttinni og tíminn sem eyddur við æfingar þar mikil fjárfesting fyrir afreksstarfið. Allir fóru þeir að eigin frumkvæði og á eigin kostnað.