Júdófélag Reykjanesbæjar heldur Breakfall námskeið undir handleiðslu sérfræðinganna Professor Mike Callan og Dr. George Bountakis og er það opið öllum. Námskeiðið fer fram helgina 13.-14. september í Akurskóla. Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu. Hvetjum fólk til þess að mæta á námskeiðið hjá JRB.

Námskeiðið er hugsað fyrir einstaklinga sem vilja læra að detta á öruggan hátt. Slíkar æfingar geta komið í veg fyrir meiðsli við byltur.
Fallæfingar geta komið sér vel fyrir fólk í íþróttum þar sem hætta er á að detta, börn og fullorðna í hálkunni í vetur eða hvern sem er sem gæti dottið og meitt sig við fallið.
Fallæfingar kenna hvernig á að bera sig við föll svo höfuð skelli ekki í gólfið og hendur beittar á réttan hátt til að draga úr falli og koma í veg fyrir að búkur taki á sig allt fallið.

Þeir Mike Callan og George Bountakis gerðu og gáfu út rannsókn um fallæfingar fyrir eldri borgara og sýndi rannsóknin fram á að hræðsla eldri borgara við föll minnkaði töluvert eftir fallæfingar.
Sjá hér.