
Á morgun fer fram RIGA MILLENNIUM TEAM CADET EUROPEAN CUP 2025 í Riga, Lettlandi.
Sex keppendur eru frá okkur en þau eru í karlaflokki Orri Helgason í -66kg, Jónar Björn Guðmundsson í -73kg og Viktor Davíð Kristmundsson í +90kg og í kvennaflokki Eyja Viborg í -52kg, Weronika Komendera -57kg og Helena Bjarnadóttir -70kg.
Keppnin byrjar kl 6:00 í fyrramálið á íslenskum tíma og keppa þau Orri Helgason og Eyja Viborg á morgun, laugardag. Öll hin keppa á sunnudaginn.
Hægt er að fylgjast með keppninni á JudoTV.