
Þann 18. október 2025 fór fyrsta alþjóðlega JRB mótið fram í Njarðvík.
Sex þjóðir mættu þar til leiks en keppendur komu frá Íslandi, Grikklandi, Englandi, Skotlandi, Króatíu og Hollandi. Keppt var í þremur aldursflokkum. U13, U15 og U18. Samtals um 150 þátttakendur. Til samanburðar voru 57 keppendur á RIG 2025 í einum aldursflokki og því mótið nálægt því að ná sambærilegri þátttöku á hvern flokk og á Reykjavík Open. Mótið var gott tækifæri fyrir íslenska keppendur til þess að takast á við erlenda keppendur innan landsteinanna. Á mótinu voru margar spennandi viðureignir og sterkir erlendir keppendur mættir til leiks. Daginn eftir voru æfingabúðir með keppendum.
Flott framtak hjá JRB og verður gaman að sjá þróun mótsins á næstu árum.




