
Júdómaður ársins 2025, Aðalsteinn Karl Björnsson og Júdókona ársins 2025, Helena Bjarnadóttir mættu á íþróttamann ársins 2025 í Hörpunni laugardaginn 3. janúar sl. og tóku þar við viðurkenningum vegna titlanna frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, var kjörin Íþróttamaður ársins 2025. Óskum henni til hamingju með það. Engin jafn vel að þessu komin en hún.




