Aðalsteinn Karl Björnsson, Helena Bjarnadóttir, Romans Psenicnijs, Mikael Ísaksson og Skarphéðinn Hjaltason eru stödd á Olympic Training Camp í Mittersill, Austurríki ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara.

Æfingabúðirnar eru hluti af öflugustu æfingabúðaröð EJU þar sem margt af besta júdófólki heims mætir til þess að æfa með þeim bestu.

Yfir 900 þátttakendur eru mættir frá 50 þjóðum.