Gráðuprófdómara námskeið

Tækniráð JSÍ heldur gráðuprófdómara námskeið laugardaginn 31.
maí næstkomandi kl. 13 og verður það haldið hjá Judofélagi
Reykjavíkur. Þátttökutilkynning berist á jsi@jsi.is og komi frá
judofélagi viðkomandi þátttakanda sem geta verið fleiri en einn.
Lágmarksaldur þátttakanda er 21 ár og gráðan 1.dan .

Gráðuprófdómari er útnefndur af tækniráði að loknu námskeiði
og gildir sú útefning í tvö ár.

Dan gráðupróf.

JSÍ verður með dan gráðupróf laugardaginn 31. maí kl. 17 sem
haldið verður hjá Judofélagi Reykjavíkur. Þeir sem hyggjast
þreyta próf þurfa að sækja um það fyrir 27. maí og senda
umsóknina á jsi@jsi.is.