Í vikunni fóru þeir Aðalsteinn Björnsson og Zaza Simonishvili til Bratislava í Slóvakíu til að taka þátt í Evrópumeistaramóti juniora en það er eitt sterkasta mót sem haldið er í heiminum ár hvert í þessum aldursflokki en judohefðin er mikil í Evrópu og fáir veikir hlekkir. Mótið stendur yfir frá 4-7 september og keppti Alli í dag laugardaginn 6.sept. Alli sem keppir í – 90 kg. flokki átti níundu viðureign á velli þrjú og  mætti hann afar sterkum keppanda frá Moldóvíu, Vadim Ghimbovschi en hann er í sjötta sæti heimslistans í þessum flokki. Alli barðist vel en þurfti að játa sig sigraðan með yuko eftir fullan viðureignartíma. Litlu munaði að Alli hefði náð mótherja sínum á o-uchi-gari og var viðureignin jöfn og hefði vel geta farið á báða vegu. Skýrt er að Alli á heima á mótum af þessu kaliberi. Þátttakendur eru 364 frá 43 þjóðum, 199 karlar og 165 konur. Hér er drátturinn og var keppnin í beinni útsendingu á JudoTv en þar er hægt að sjá viðureignina.