
Judofélag Reykjanesbæjar heldur alþjóðlegt mót helgina 18.-19. október. Yfir 100 keppendur eru skráðir til leiks frá hinum ýmsu þjóðum.
Mótið fer fram í Ljónagryfjunni, Norðurstíg 4, Reykjanesbæ. Tækifæri verður fyrir áhugasama að læra og æfa sig í dómgæslu. Gott tækifæri fyrir þau sem hafa áhuga á að dæma á judomótum.
Mótið hefst kl 10:00 á laugardeginum og er keppt í U-13, U15 og U-18 flokkum. Á sunnudeginum eru æfingabúðir þar sem keppendum gefst tækifæri til þess að takast á við erlenda keppendur. Uppgefinn tími er 9:00-16:00 og verður nánari tímasetning auglýst síðar.
Flott framtak hjá félaginu að standa fyrir alþjóðlegu móti. Nú er tækifæri til þess að sjá flottar og spennandi viðureignir og verður gaman að fylgjast með okkar fólki á þessu móti.





