Þeir Aðalsteinn Karl Björnsson og Skarphéðinn Hjaltason eru mættir til Conegliano á Ítalíu ásamt Zaza Simonishvili til þess að taka þátt á European Open.  Þeir keppa báðir í -90kg flokki þar sem keppni hefst á 64 sæta útsláttarkeppni. Þeir keppa á öðrum degi mótsins sem er núna á sunnudaginn, 9. nóvember. European Open er gríðarlega sterk alþjóðleg mótaröð þar sem hægt er að ná punktum til þess að klífa heimslistann.

Tímasetningar á eftir að tilkynna en hægt er að áætla að mótið hefjist um 7:00 á íslenskum tíma.

Hægt að fylgjast með í beinni á JUDOTV.