
Lokahóf Judosambands Íslands fór fram í dag þar sem tilkynnt var um val á judofólki ársins, hver voru þau efnilegustu og veittar viðurkenningar.
Afhentar voru viðurkenningar fyrir dan gráðanir á árinu en þær voru sex talsins og öll í 1. dan en það voru þeir Einar Jón Sveinsson, Gunnar Ingi Tryggvason, Jónas Björn Guðmundsson, Orri Snær Helgason, Böðvar Arnarsson og Daníel Árnason.
Dómari ársins var kjörinn Björn Sigurðarson úr Ármanni en hann hefur lagt mikla og óeigingjarna vinnu í dómgæslustörf móta.
Tilkynnt var um val á efnilegasta judofólki ársins og voru hlutskörpust þau Agla Ólafsdóttir (JS), Emma Thueringer (JR) og Viktor Kristmundsson (JR).
Judofólk ársins 2025 voru kjörin þau Helena Bjarnadóttir og Aðalsteinn Karl Björnsson bæði úr JR. Helena Bjarnadóttir hlýtur þessa nafnbót í þriðja sinn en hún var einnig kjörin árin 2023 og 2024. Aðalsteinn Karl Björnsson hlaut titillinn í fyrsta sinn.





