
Þormóður keppti um hádegisbilið og lenti á móti mjög líkamlega sterkum mótherja og þungum (155 kg) Malki El Mehdi frá Marokó. Sá glímdi mjög stíft og passíft og var fastur fyrir. Hvorugur náði að ógna verulega ef frá skilin tvær góðar sóknir hjá Þormóði en hann komst bæði inn í kosoto gari og seionage og kom Malki úr jafnvægi sem snöggvast en það dugði ekki til. Malki sótti að ég held aðeins einu sinni og Þormóður var í raun aldrei í hættu en vítin urðu Þormóði að falli. Báðir fengu shido snemma í glímunni fyrir sóknarleysi og síðan fékk Þormóður shido fyrir að fara út fyrir keppnisvöllinn og annað ekki löngu seinna og þegar um ein mínúta var eftir fékk hann það fjórða og þar með tapaði hann viðureigninni og eins og Sveinbjörn dottinn úr keppninni.




