Uppskeruhátíð JSÍ 2022
Uppskeruhátíð JSÍ 2022 verður haldin laugardaginn 17. desember kl. 11:00 – 12:00 í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg.
Á dagskrá uppskeruhátíðar er m.a. útnefningar judo manns ársins ásamt útnefningu á efnilegasta judo fólki okkar árið 2022.
Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íþróttarinnar og heiðursgráðanir eftir því sem við á.
Eftir athöfnina verður boðið uppá léttar veitingar og spjall góðra félaga.