Jón Þór og Birgir Páll keppa í Prag

Jón Þór og Birgir Páll fóru til Prag í síðustu viku og kepptu þar á EJU junioramóti á laugardag og sunnudag. Jón Þór keppti í -73 kg flokki og Birgir í -81kg flokki.  Því miður gekk ekki eins og við hefðum kosið en viðureignir þeirra fara í reynslubankann.

Jón tapaði fyrir Sven Marx (GER) á fastataki og Birgir fyrir Christoph Kronberger (AUT) á shimewasa. 

Að loknu móti fara þeir í æfingabuðir í Nymburk ásamt Hermanni Unnarsyni og verða út þessa viku.

Hér er tengill á úrslitin. http://www.eujudo.com/result.php?group=354