Landsmót UMFÍ, það 26. í röðinni,  verður haldið á Akureyri dagana 9. til 12. júlí í sumar.

Mótið verður sögulegt, því í ár eru liðin eitthundrað ár frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri.

Meðal keppnisgreina á mótinu verður júdó.

Júdó-keppnin verður laugardaginn 11. júlí.

Öll félög geta tekið þátt í mótinu.

Nánari upplýsingar um mótið verða sendar út síðar.