Hér eru úrslit Íslandsmóts seniora sem haldið var síðastliðið föstudagskvöld og laugardaginn 25. apríl. Keppendur voru 71 frá 6 félögum og keppt var bæði í einstaklings og sveitakeppni. Mótið hófst eins og áður sagði á föstudagskvöld kl. 19 og keppt var í þyngri flokkum karla, +100,-100,-90,og -81 og öllum flokkum kvenna auk sveitakeppni kvenna en þar voru tvær sveitir skráðar til leiks og lauk fyrri hluta mótsins kl. 22.  Á laugardag hófst svo keppnin aftur kl. 9 í flokkum -60 og -73 og síðan komu -66 kg  og opinn flokkur karla. Þegar einstaklingskeppninni var lokið hófst sveitakeppni karla og voru þrjár sveitir skráðar til leiks og voru þær frá JR, KA og Ármanni og var keppninni lokið og móti slitið um kl. 13.

Hér er pdf skjal með öllum úrslitum.

Urslit IM 2009 seniorar