Landsliðið fyrir smáþjóðaleikana hefur verið valið. Við valið er notast við punktakerfi JSÍ. Í nokkrum tilfellum voru menn ákaflega jafnir og réðust úrslitin í raun á Íslandsmótinu en í öðrum flokkum var munur milli manna umtalsverður.
Eftirfarandi aðilar hafa verið valdir í landsliðið sem keppa mun á Smáþjóðaleikunum í Kýpur í byrjun júní.
- -60 kg Axel Kristinsson, JDÁ
- -66 kg Ingi Þór Kristjánsson, JR
- -73 kg Kristján Jónsson, JR
- -81 kg Sveinbjörn Jun Iura, JDÁ
- -90 kg Bjarni Skúlason, JDÁ / Jósep Þórhallsson, JR
- -100 kg Jósep Þórhallsson, JR / Bjarni Skúlason, JDÁ
- +100 kg Þormóður Jónsson, JR
- -70 kg Anna Soffía Víkingsdóttir, JDÁ
- -78 kg Gígja Guðbrandsdóttir, JR
- +78 kg Árdís Ósk Steinarsdóttir, JR
Einnig munum við keppa í sveitakeppni karla.
Óvíst er hvort keppt verði í +100 kg -78 kg og + 78 kg að þessu sinni.