Þrír aðstoðarlandsliðsþjálfarar. Á stjórnarfundi JSÍ í byrjun nóvember voru þeir Axel Ingi Jónsson, Bjarni Skúlason og Víkingur Víkingsson tilnefndir sem aðstoðarlandsliðsþjálfarar og munu þeir verða landsliðsþjálfaranum Bjarna Friðriksyni til aðstoðar við val landsliða í öllum aldursflokkum og undirbúnings þeirra fyrir þátttöku í æfinga og eða keppnisferðum. Allir hafa þeir mikla reynslu sem keppnismenn og einnig sem þjálfarar í sínum klúbbum og hafa farið sem þjálfarar og farastjórar með stóra hópa á mót erlendis.