Lokaumferð bikarmótsins verður í JR í Ármúla 17 næsta laugardag. Þar sem einhver afföll verða á þátttökunni tekur mótið aðeins skemmri tíma en áætlað var. Því hefur verið ákveðið að byrja klukkustund seinna en auglýst var í upphafi. Kl. 12 hefst keppni í aldursflokknum U15 og kl. 13 í Senioraflokki og mótslok kl. 15.

Vigtun fyrir báða aldursflokka er frá 11:00 – 12:00 á keppnisstað.