Það eru fimm lið skráð til leiks i senioraflokki og fjögur í U15.  Fyrri hluti verður kláraður á morgun og sá seinni í haust.

Í senioraflokki verða 5 viðureignir (25 glímur) og þrjár í U15 (15 glímur)

Eftirfarandi lið eru skráð til keppni.

Senioraflokkur:
Ármann, ÍR, JR, KA, Þróttur

U15:
ÍR, JR, Selfoss, Þróttur

Keppnin verður á morgun laugardag 27. mars í JR og er vigtun frá 9-9:30.
Keppni U15 hefst kl. 10:00 og lýkur um 10:30 og hefst þá keppni seniora sem lýkur kl. 12:00

Sameiginleg æfing
Á sameiginlegu æfingunni síðustu helgi var rætt um að hafa hafa þá næstu að loknu bikarmóti og verður æfing frá kl. 17-18:30 á morgun laugardaginn 27. mars.
Ef stemming verður fyrir æfingum á sunnudag verður það ákveðið á fyrstu æfingu og tilkynnt á heimasíðu JSÍ. www.jsi.is