Íslandsmót fullorðinna verður haldið laugardaginn 10. apríl. Mótið hefst kl. 10:00 og er í Laugardalshöllinni (gamla höllin). Keppt er í einstaklings og sveitakeppni.  Keppt er í aldursflokknum 15 ára og eldri (1995 og fyrr)

  • Vigtun er föstudaginn 9. apríl frá kl. 17:00-18:00 í JR Ármúla 17.
  • Blár og hvítur búningur er skilyrði á þessu móti.
  • Þátttakendur eru íslenskir ríkisborgarar – Allar gráður leyfðar
  • Lokaskráning er til miðnættis miðvikudagsins 7.apríl, engin skráning eftir það
  • Keppendur sem urðu í 1.og 2. sæti á síðasta móti JSÍ skulu aðskildir við útdrátt svo þeir lendi ekki saman í fyrstu viðureign ef hægt er. Sama á við keppendur frá sama félagi.
  • Keppnisgjald:
    – Einstaklingskeppnin 1.000 kr
    – Sveitakeppnin 10.000 kr pr/sveit

Júdópassinn tímabil 09/10 2.000 kr