Á morgun, laugardaginn 24. September, keppa fjórir keppendur á Opna Sænska Juniora mótinu en það eru þau Daníella Daníelsdóttir, Helga Hansdóttir, Viðar Oddsson og Sævar Róbertsson. Mótið hefst kl 9 á laugardagsmorgun og lýkur seinnipartinn og á sunnudag. Einnig taka þau þátt í sameiginlegri æfingu keppenda og koma svo heim á sunnudagskvöld. Við óskum þeim góðrar ferðar og góðs gengis.
Hægt er að fylgjast með árangri keppenda á heimasíðunni http://www.stockholmsjudo.se/jswop/results/index.html