Nýtt júdófélag var stofnað á dögunum. Félagið, sem er staðsett í Garðabæ og nefnist Júdófélag Garðarbæjar, verður með æfingar fyrir alla aldurshópa. Æfingar verða í Sjálandsskóla en þar er aðstaða öll hin besta. Æfingar eru á annari hæð skólans.
Þjálfari Garðbæinga er Björn Halldórsson (4.dan) en honum til aðstoðar verður Þorgrímur Hallsteinsson (2.kyu).
Allar nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu þeirra http://sites.google.com/site/judofelaggardabaejar
Við óskum þeim alls hins besta.