Á morgun fer stór hópur júdómanna til Danmörku til að taka þátt í unglinga og junioramóti í Hilleröd. Við höfum í nokkur ár farið á þetta mót og yfirleitt komið til baka með góðmálma og stefnan er að halda því áfram. Það fara tuttugu keppendur frá sex félögum ásamt fimm þjálfurum. Keppnin fer fram á laugardag og munu upplýsingar um gang mála verða settar á vefin um leið og tækifæri gefst.