Næsta laugardag verður Íslandsmeistaramótið í sveitakeppni og eru tíu sveitir skráðar til leiks og er það að öllum líkindum mesta þátttaka frá upphafi júdósins hér á landi. Júdódeild Ármanns, Júdódeild ÍR, Júdódeild Þróttar tefla fram einni sveit hver, Júdófélag Reykjavíkur er með tvær karla og eina kvennasveit og Júdódeild KA með þrjár karla og eina kvennasveit. Vigtun keppenda er frá kl. 9-9:30 á mótsstað á keppnisdegi, laugardaginn 11. des. og keppnin hefst svo kl 13:00 og fer hún fram hjá JR í Ármúla 17a. Athugið breyttan tíma, keppnin átti að hefjast kl. 11:00 en hefst kl. 13:00. Hér má sjá keppendalista sveitanna.