Sveinbjörn Gull 81 kg

7 gull hjá Íslandi á Norðurlandamótinu í júdó.

Íslenska júdóliðið átti ótrúlega helgi þegar það vann til 7 gull-, 2 silfur- og 6 bronsverðlauna á fjölmennasta Norðurlandamóti  í júdó frá upphafi í Osló núna um helgina. Á mótinu voru 320 keppendur skráðir  frá 6 löndum sem kepptu bæði í flokki unglina og fullorðinna.

Á laugardeginum var keppti í U17 og U20 þar sem Björn Lúkas Haraldsson sigraði -81 kg þyngdarflokkinn í U17 af miklu öryggi. Aðrir verðlaunahafar voru Ingi Þór Kristjánsson (-73kg flokki), Sævar Róbertsson (-100kg flokki) og Helga Hansdótir (-57kg flokki)sem  öll unnu til bronsverðlauna í U20.

Á sunnudeginum var keppti í meistarflokki en þar fóru íslendingar á kostum og unnu 6 gull af 13 mögulegum. Anna Soffía Víkingsdóttir sem  nýlega varð tvöfaldur Íslandsmeistar hefur komið sterk inn eftir að hafa þurft að hvíla í tæpt ár eftir aðgerð á öxl vegna slæmra meiðsla. Anna sigraði -70 kg flokkin af miklu öryggi og vann allar sínar glímur á Ippon og var sigurinn aldrei í hættu.

Í opnum flokki kvenna börðust tvær Íslenskar stelpur í úrslitum, þær Sigrún Elísa Magnúsdóttir og Anna Soffía Víkingsdóttir. Eftir mikil átök í glímunni kom Sigrún Elísa öllum á óvart og skellti Önnu Soffíu á Ippon og er því Norðulandameistari kvenna í opnum flokki.

Sveinbjörn Jun Iura mætti gífurlega sterkur til leiks en hann hefur verið við æfingar í Japan í einum af sterkustu júdóklúbbum í heiminum undanfarna mánuði. Árangurinn af Japans ferðinni leyndi sér ekki því Sveinbjörn bar höfuð og herða yfir aðra keppendur og sigraði -81 flokkin. Ein verðlaun voru ekki nóg fyrir Sveinbjörn því hann keppti einnig í opnum flokki og nældi sér í bronsverðlaun þar.

Þovaldur Blönda gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt, bæði í -100kg og opnum flokki. Þorvaldur er reynslubolti liðsins og er með þekktari keppendum á þessu móti, með 5 norðurlanda titla.

Björn Sigurðarson og Andri Gunnarson gerðu sér lítið fyrir og komust báðir í úrstlitaglímuna í þungavigtarflokki (+100 kg).  Glíman var í járnum allan tíman og ekki við öðru að búast því þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir mætast til að berjast um gull. Eftir að tími glímunnar var liðinn var það Björn sem bar sigur úr bítum með minnsta mun, og fékk Andri því silfur í þeim flokki.

Aðrir verðlaunahafar á mótinu voru, Birgir Páll Ómarsson sem hlaut brons í -90 kg flokki og Ásta Lovísa Arnórsdóttir sem einnig fékk brons í -57 kg flokki.