Landsliðið heldur í dag á Smáþjóðaleikana í Liechtenstein. Keppt verður á þriðjudag í einstaklingskeppninni og á fimmtudag í liðakeppninni og munu fréttir birtast hér frá leikunum. Landsliðið sem valið var til keppni á leikunum er skipað eftirfarandi aðilum. -73 kg Ingi Þór Kristjánsson, -81  kg Hermann Unnarsson, -90 kg Birgir Páll Ómarsson,  -100 kg  Þorvaldur Blöndal, +100 kg Þormóður Árni Jónsson og  -70 kg  Anna Soffía Víkingsdóttir.