Þormóður gegn Maik Schaedler frá LIE (um 180 kg) - Þormóður vann á Uranage ipponÞormóður Jónsson varð í sjöunda sæti á Heimsbikarmóti í Búkarest um helgina í +100 kg flokki en þangað fór hann strax að loknum Smáþjóðaleikunum ásamt Hermanni Unnarssyni sem keppti í -81 kg flokki. Þormóður sat hjá í fyrstu umferð en mætti Kyrylo Biletsky frá Úkraníu í annari umferð en hann hafði einmitt tapað fyrir honum í Hamborg fyrr í vetur. Þormóður kom ákveðin til leiks og vann á ippon eftir aðeins 40 sekúndur með kosoto-gari. Næst mætti hann gömlum æfingafélaga Bor Barna frá Ungverjalandi og var það hörku glíma út allan glímutímann og fór þannig að lokum að B. Barna vinnur á refsistigum þar sem Þormóður var kominn með þrjú refsistig en B.Barna með eitt. Bor Barna vann síðar um daginn þennan flokk. Í uppreisnarglímu mætir Þormóður rússanum Bostanov Soslan sem er í 39. sæti heimslistans.  Þormóður varð að játa sig sigraðan þegar um þrjár mínútur voru eftir en þá skoraði rússinn  í annað sinn waz-aari. Bostanov varð í þriðja sæti í flokknum svo Þormóður lenti á bæði á gull og brons verðlaunahöfunum í flokknum. Fyrir þetta mót var Þormóður í 77. sæti heimslistans og má því búast við að hann færst eitthvað ofar og líklega er hann núna í kringum 70. sætið. Af Hermanni var það að frétta að í 81 kg flokknum sem var 64 manna útsláttur átti hann góða möguleika á að komast í 32 manna hópinn þegar hann mætti Angelo Antonio frá Angóla. Hermann leiddi glímuna þar sem ANG hafði fengið refsistig fyrir sóknarleysi og það næsta var í vændum þegar Hermann fær ákjósanlega stöðu til að reyna bragð, kata-guruma en það misheppnast og ANG lendir ofan á og kemst beint í fastatak og náði að halda því þrátt fyrir öfluga mótspyrnu Hermanns við það að reyna að losna. Þó svo að ekki hafi gengið sem skyldi hjá Hermanni að þessu sinni þá er alveg ljóst að hann er að taka miklum framförum þessa dagana eins og sást vel á nýafstöðnum Smáþjóðaleikum en þar glímdi hann gríðarlega vel. Þeir Þormóður og Hermann hafa verið við æfingar í Tékklandi síðastliðnar fimm vikur og æft þar með landsliðsmönnum Tékka og eru þær æfingarnar greinilega að skila sér. Næstu helgi keppa þeir félagar á öðru Heimsbikarmóti og þá í Tallin í Eistlandi og verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar þar. Hér er tengill á mótið í Búkarest