Karlasveit ISL er komin í úrslit eftir að hafa unnið bæði AND og CYP. Þar sem við höfum ekki -66 kg mann má ekkert klikka og hingað til hefur allt gengið upp. Það eru þeir Hermann -81 kg og Þorvaldur -100 kg sem staðið hafa vaktina og þvílíkar glímur og þvílík spenna. Gegn AND vann Hermann á ippon með fastataki eftir rúmar tvær mínútur og Þorvaldur kastaði á ippon með glæsilegu Ushi-mata eftir aðeins 13 sek. Gegn CYP var spennan í hámarki, Hermann vann á wazaari og yuko eftir fullan glímutíma eftir harða atlögu CYP og Þorvaldur vann einnig á ippon með fastataki þegar 37 sek voru eftir en CYP hafði fengið á sig tvö shido áður. Þetta var lágvaxinn mótherji og erfitt að henda honum á uchi-mata eða taio-toshi en Valdi kláraði glímuna örugglega í gólfglímunni.  Í úrslitum mætum við LUX og hafa þeir fullskipað lið. Hermann mætir annaðhvort þeim sem hann tapaði óvænt fyrir í úrslitum í -81 kg en líklegra er að hann mæti  sigurvegarinn úr -90 kg flokknum en hann létti sig niður í -81 kg fyrir liðakeppnina. Það verður áhugaverð glíma. Þorvaldur mætir að öllum líkindum sigurvegaranum úr -100 kg en þó gæt hann mætt  Luxaranum sem keppti í +100 kg en hann hefur einnig létt sig niður í -100 kg fyrir liðakeppnna. Held að þetta sé í fyrsta skipti sem ISL karlaliðið kemst í úrslit á Smáþjóðaleikunum en ég mun leiðrétta það ef ég fer með rangt mál. Þetta verður hörkukeppni og ef strákarnir ná sínu besta út úr sér þá vinna þeir en spyrjum að leikslokum.