Þeir Þormóður Jónsson og Hermann Unnarsson munu keppa á heimsmeistaramótinu sem haldið er í París þessa dagana. Hermann keppir fimmtudaginn 25. ágúst og Þormóður laugardaginn 27. Þeir eru búnir að undirbúa sig vel með þátttöku á world cup mótunum og alþjóðlegum æfingabúðum og eru í fanta formi og verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar. Á heimsmeistaramótinu eru um 1000 keppendur frá um 140  löndum. Búið er að draga og drógst Hermann gegn Artem Vasylenko frá Úkraníu sen er í 23, sæti heimslistans og Þormóður drógst gegn Jake Andrewartha frá Ástralíu og er hann í 24. sæti heimslistans. Ef smellt er á nöfnin koma upp helstu afrek  þeirra og þar má meðala annars sjá að þeir hafa unnið til verðlauna á Grand Slam og heimsbikarmótum svo okkar menn fá ekkert gefins hjá þeim. Ef smellt er á myndirnar hér neðar má sjá umfjöllun um heimsmeistaramótið af heimasíðu EJU og  hægt er að fylgjast með gangi mála og horfa á beina útsendingu.