Þá er búið að draga á heimsmeistaramótinu í Opnum flokki og mætir Þormóður Jónsson Rússanum Aslan Kambiev sem er í 43. sæti heimslistans en Þormóður er í 67. sæti.  Þetta verður erfið viðureign fyrir Þormóð og  vafalaust má búast við svakalegri glímu því Aslan er stór vinstri handar maður og gríðaöflugur eins og sést ef árangur hans er skoðaður en hann vann bronsverðlaun á World Cup í Tiblisi í janúar, í 5. sæti á Grand Prix í Baku í maí og brons á World Cup í Baku í byrjun október. Hér má sjá nokkur myndbönd með Aslan. Klukkan í Tyumen er sex tímum á undan okkur og hefst keppnin því kl. 3 í nótt að ísl. tíma og úrslitin kl. 11 að ísl. tíma. Hægt er að fylgjast með beint hér og á Ippon TV.