Jonsson_Thormodur_ArniÞormóður Jónsson keppir á morgun á Heimsbikarmóti á Apia á Samoa eyjum en þangað er hann kominn ásamt Axeli Jónssyni þjálfara. Heimsbikarmótið er liður í að ná lágmörkunum fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Eins og stendur er Þormóður í 67 sæti heimslistans en 22 efstu komast beint á leikana. Þormóður hefur keppni um kl. 20:00 annað kvöld að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á mótinu og hugsanlega beinni útsendingu hér á netinu.