Gull silfur og brons sveitir karlaGull og silfursveitir  kvennaJR vann tvöfalt í Sveitakeppni Júdósambands Íslands sem haldin var um helgina þegar það vann bæði karla og kvennasveitirnar. Það voru fimm sveitir skráðar til keppni í karlaflokki en því miður forfallaðist sveit KA á síðustu stundu. Í hverri sveit eru fimm keppendur í mismunandi þyngdarflokkum. Þyngdarflokkar karla eru -66kg, -73kg,-81kg -90kg og +90kg og þyngdarflokkar kvenna eru -52kg, -57kg, -63kg, -70kg og +70kg. Keppt er með riðla fyrirkomulagi þannig að allir keppa við alla. Það voru aðeins tvær sveitir sem mættu í sveitakeppni kvenna og voru þær báðar frá JR og sigraði A sveit JR örugglega með fullu húsi stiga. Karlasveitirnar komu frá Júdódeild Ármanns,Júdódeild UMFG,Júdófélagi Reykjavíkur og sameiginleg sveit frá Júdódeild ÍR og Júdódeild UMFS. Keppnin var afar skemmtileg og spennandi og mikil stemming í kringum liðin eins og jafnan er í sveitakeppninni. Margar tvísýnar glímur litu dagsins ljós og réðust sumar ekki fyrr en í gullskori. Eins og svo oft áður voru það sveitir JR og Ármanns sem mættust í úrslitum eftir að hafa lagt að velli bæði ÍR/Selfoss og UMFG og fóru leikar þannig að sveit JR sigraði Ármann með 4 vinningum og 35 tæknistigum gegn 1vinningi og 10 tæknistigum Ármenninga. Sameiginlega sveit ÍR/UMFS varð í þriðja sæti.
Sveitakeppni karla 2011
Riðill karla

Sveitakeppni kvenna 2011
Riðill kvenna