Capture1Evrópumeistaramótið 2012 var haldið síðustu helgi og að þessu sinni var það haldið í Chelyabinsk í Rússlandi. Þormóður Jónsson var eini keppandinn frá Íslandi og mætti hann Hollendingnum Verbij Luuk sem er í 24. sæti heimslistans en Þormóður er í 55. sæti listans. Því miður komst hann ekki áfram en hann tapaði fyrir Verbij Luuk með fjórum shido. Þormóður fór full rólega af stað og uppskar fljótlega tvö shido en hann sótti í sig veðrið og komst inní glímuna en Luuk varðist vel og bjargaði sér með (gervi sókn) Tomonage sem var nauðvörn hjá honum og hann reyndar notar oft með góðum árangri. Þormóður fékk sitt þriðja shido en þegar stoppað var í fjórða skiptið héldu menn að nú yrði Luuk loks refsað fyrir gervi sókn en flestum á óvart var það Þormóður sem fékk sitt fjórða shido og þar með var glíman búin. Hér eru úrslitin í þungavigtinnni á EM 2012. Um þessa sömu helgi fóru reyndar öll álfumótin fram en þau gefa stig á heimslistann og voru þetta jafnframt síðustu mótin sem gera það. Hér eru úrslit allra álfumótanna. Nýr heimslisti, lokalisti verður gefinn út innan tíu daga og þar má sjá þá sem unnu sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London í sumar og nú er bara að vona að árangur Þormóðs fram að þessu dugi til en því miður missti hann af flestum úrtökumótunum á þessu ári vegna meiðsla í byrjun árs